Sky News skýrir frá þessu og segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin á sama tíma og spennan á milli Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, sérstaklega vegna Taívan.
Aðstaða verður sett upp fyrir vélarnar í Tindal herstöð ástralska flughersins, um 250 km sunnan við Darwin sem er í Northern Territory, sem gegnir oft hlutverki þegar kemur að samstarfi ástralska og bandaríska hersins.
Mörg þúsund bandarískir sjóliðar fara árlega til þjálfunar og sameiginlegra æfinga með ástralska hernum á þessu svæði. Þetta hefur verið gert síðan löndin sömdu um þetta á valdatíð Barack Obama.
Á síðasta ári sömdu Bandaríkin, Bretland og Ástralía um öryggismál, svokallaður AUKUS-samningur, sem tryggir Áströlum tækni til að gera út kjarnorkukafbáta.
Ástralar hýsa Pine Gap gervihnattaeftirlitsstöðina í miðju landsins en hún er að hluta rekin af CIA og NSA. Sumir hafa nefnt hana „ástralska Area 51“.