fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Þriðji rafmyntamilljarðamæringurinn látinn á skömmum tíma – Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi

Pressan
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 19:00

Tiantian Kullander, Taran-hjónin og Nikolai Mushegian

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur milljarðarmæringur, Vyacheslav Taran að nafni, lést síðastliðinn föstudag í þyrluslysi nærri Mónakó. Slíkt slys óþekkts auðmanns væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Taran efnaðist á braski með rafmyntir og hann er þriðji rafmyntakóngurinn sem lætur lífið á skömmum tíma. Þá þykir dularfullt að þyrla Taran brotlenti í góðu og heiðskíru veðri auk þess sem ónefndur farþegi, sem ætlaði að fá far með þyrlunni, hætti við flugferðina á síðustu stundu. Daily Mail greinir frá.

Vyacheslav Taran og eiginkona hans, Olga Taran.

Vyacheslav Taran var 53 ára þegar hann lést en auk hans dó þrítugur flugmaður þyrlunnar í slysinu. Hann efnaðist gríðarlega á rafmyntafyrirtækjunum Libertex og Fortex Club. Síðastliðinn áratug hafði hann verið búsettur í Mónakó ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Í frétt Daily Mail kemur fram að rannsóknaraðili slyssins hafi sagt að ekki sé hægt að útiloka að einhverskonar skemmdarverk hefði verið unnið á þyrlunni. Rannsókn er þó yfirstandi og of snemmt að fullyrða nokkuð.

Sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni

Úkraíniski fréttamiðilinn UNIAN hefur birt frétt um að Taran hafi haft tengsl við rússnesku leyniþjónustuna en hefur engar sannanir fyrir þeim fullyrðingum. Ennfremur hafi hann séð um að þvo rússneska peninga í gegnum rafmyntamarkaði.

Óhætt er að segja að  síðustu mánuðir hafi verið stormsamir þegar viðkemur rafmyntum. Geirinn er enn í öngum sínum í kjölfar gjaldþrots FTX-kauphallarinnar þar sem ýmislegt bendir til eigandinn, Sam Bankman-Fried, hafi haft óhreint mjöl í pokahorninu og sjóðum viðskiptavina hafi hreinlega verið stolið.

Það hjálpar því síður en svo til að lík rafmyntaauðkýfinga hrannist upp. Þannig er andlát  Taran þriðja slíka dauðsfallið á skömmum tíma.

TianTian Kullander

Í síðustu viku var tilkynnt um andlát hins þrítuga Tiantian Kullander, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Amber Group. Fyrirtækið, sem starfrækt er í Hong Kong, er metið á þrjá milljarða dollara. Dánarorsök hans er óljós en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að Kullander hefði orðið bráðkvaddur í svefni.

Léstust í svefni og á karabískri strönd

Í lok október lést svo hinn 29 ára gamli Nikolai Mushegian, einn af stofnendum Maker DAO, en hann fannst látinn á strönd í Púertó Ríka. Fjölskylda Mushegian hafði haft áhyggjur af andlegri heilsu hans í nokkurn tíma en hann virkaði afar vænisjúkur. Skömmu áður en lík hans fannst hafði hann sett inn tíst á samfélagsmiðilinn Twitter að leyniþjósturnar CIA og Mossad ætluðu að taka höndum saman og koma á hann sök varðandi alþjóðlegan mansalshring.

Nikolai Mushegian

Hann sæi fram á að verða pyntaður til dauða og fyrrum kærasta hans, sem hefði verið njósnari, myndi koma á hann sök með því að koma fyrir fartölvu á heimili hans með fölsuðum gögnum.

En þó eru margir sem telja að Mushegian hafi verið fórnarlamb einhverskonar samsæris og að dauðsföll hinna rafmyntakónganna tveggja gerir lítið annað en að hella olíu á þann eld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni