fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ótrúleg skýring hjá lögreglunni – Segir að rottur hafi étið mörg hundruð kíló af kannabis

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 21:00

Ætli þessi hafi borða of mikið kannabis?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem lögreglan í Mathura, sem er í norðurhluta Indlands, glími við rottuvandamál. Að minnsta kosti telur lögreglan að rottur hafi étið ótrúlegt magn af kannabis sem lögreglan hafði lagt hald á og var með í geymslum sínum.

CNN og BBC skýra frá þessu. Fram kemur að rotturnar í Mathura sé greinilega ekki matvandar og éti hvað sem er, þar á meðal kannabis.

Nýlega var mál, þar sem lögreglan hafði lagt hald á 386 kg af kannabis, tekið fyrir hjá dómi. Þegar lögreglan var beðin um að koma með kannabisið í dómsal sagðist hún ekki geta það því rottur hefðu étið tæplega 200 kg.

CNN segir að í dómskjölum komi fram að lögreglan hafi sagt að hugsanlega hafi rottur étið allt að 700 kg af kannabis sem er geymt í geymslum á nokkrum stöðum í Mathura.

Þetta var að sögn ekki í fyrsta sinn sem rottur gæddu sér á kannabis því fyrir dómi kom fram að lögreglan í Mathua hafi sagt að rottur hafi eyðilagt rúmlega 500 kg af kannabis, úr mörgum málum, sem voru geymd í geymslum í Shergarh og á lögreglustöð þjóðvegalögreglunnar.

Dómstóllinn lagði því fyrir lögregluna að að fylgja ákveðnu ferli og selja kannabisið á uppboði eða losa sig við það á annan hátt. Segir hann að það sé rottugangur á öllum lögreglustöðvum og því þurfi að grípa til aðgerða til að gæta þess kannabis sem hald er lagt á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún