CNN og BBC skýra frá þessu. Fram kemur að rotturnar í Mathura sé greinilega ekki matvandar og éti hvað sem er, þar á meðal kannabis.
Nýlega var mál, þar sem lögreglan hafði lagt hald á 386 kg af kannabis, tekið fyrir hjá dómi. Þegar lögreglan var beðin um að koma með kannabisið í dómsal sagðist hún ekki geta það því rottur hefðu étið tæplega 200 kg.
CNN segir að í dómskjölum komi fram að lögreglan hafi sagt að hugsanlega hafi rottur étið allt að 700 kg af kannabis sem er geymt í geymslum á nokkrum stöðum í Mathura.
Þetta var að sögn ekki í fyrsta sinn sem rottur gæddu sér á kannabis því fyrir dómi kom fram að lögreglan í Mathua hafi sagt að rottur hafi eyðilagt rúmlega 500 kg af kannabis, úr mörgum málum, sem voru geymd í geymslum í Shergarh og á lögreglustöð þjóðvegalögreglunnar.
Dómstóllinn lagði því fyrir lögregluna að að fylgja ákveðnu ferli og selja kannabisið á uppboði eða losa sig við það á annan hátt. Segir hann að það sé rottugangur á öllum lögreglustöðvum og því þurfi að grípa til aðgerða til að gæta þess kannabis sem hald er lagt á.