fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Morðgátan í Idaho – „Lýsti inn í húsið“ – Hundur drepinn og fláður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 07:12

Þau voru myrt um miðja nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynningar um dularfullt fólk og grunsamlega blóðbletti. Stúdentar sem þora ekki að snúa aftur í skólann. Þetta er veruleikinn sem lögreglan og íbúar í bænum Moscow í Idaho standa frammi fyrir þessa dagana í kjölfar þess að fjórir stúdentar voru myrtir aðfaranótt 13. nóvember.

Moscow er lítill og friðsamur bær en þar búa um 25.000 manns. Þar hafði ekki verið framið morð síðan 2015. En aðfaranótt 13. nóvember voru fjórir ungir stúdentar stungnir til bana í húsi í bænum. Tvær stúdínur, sem einnig voru í húsinu, urðu ekki varar við neitt þessa nótt og sváfu allt af sér. Þær eru ekki grunaðar um aðild að morðunum.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla þá eru íbúar í bænum hræddir og það sama á við um stúdenta. Margir fóru heim til sín eftir morðin og hafa ekki enn þorað að snúa aftur. Hefur skólinn því boðið upp á fjarkennslu að undanförnu.

Margir orðrómar hafa farið á kreik í kjölfar morðanna og sá lögreglan sig knúna til að stíga fram og reyna að róa íbúa bæjarins.

Madison Mogen, Kaylee Goncalves, Ethan Chapin og Xana Kernodle voru myrt aðfaranótt 13. nóvember.

 

 

 

 

 

 

Meðal þess sem lögreglan leiðrétti voru sögur um að fórnarlömbin hefðu verið bundin og að límband hefði verið yfir vitum þeirra þegar þau fundust.  Einnig sagði hún að ekki væri rétt að hundur, sem fannst dauður og fláður, tengdist málinu. Hún vísaði einnig á bug sögum um að morðin tengist morðum, sem svipar til þessara, í öðrum ríkjum.

Lögreglan sagðist hins vegar vera að rannsaka hvort hugsanlegt sé að ein af konunum þremur, sem myrtar voru, hafi verið fórnarlamb eltihrellis.

Það var undir hádegi sunnudaginn 13. nóvember sem stúdínurnar tvær, sem einnig voru í húsinu, gerðu lögreglunni viðvart um blóðbaðið. Þær voru þá nývaknaðar. Fjórmenningarnir fundust allir í rúmum sínum og höfðu verið stungnir til bana.

Talið er að morðinginn, eða morðingjarnir, hafi vitað aðgangskóðann á númerlásnum á húsinu og hafi þannig komist hljóðlaust inn. Stúdínurnar tvær, sem einnig voru í húsinu, sváfu í herbergjum á fyrstu hæðinni og vöknuðu ekki við neitt.

Þau myrtu sváfu á efri hæðum hússins.

Fox News segir að í kjölfar morðanna hafi tilkynningar til lögreglunnar í bænum rúmlega tvöfaldast. Meðal þeirra tilkynninga sem hafa borist er ein frá eiganda þvottahúss sem tilkynnti þann 23. nóvember um „bletti sem líta út eins og blóð“. Lögreglan fór á vettvang en taldi ekki ástæðu til aðgerða.

Þennan sama dag hringdi maður og tilkynnti um „mann sem spurði undarlegra spurninga“.

Þann 25. nóvember tilkynnti kona ein um að „einhver hefði margoft lýst inn um glugga hennar“ og að „einhver hefði margoft bankað á útidyr hennar vikuna áður“.

Daginn eftir hringdi maður og sagðist hafa séð hóp manna sem „hegðaði sér grunsamlega“ og „þóttust boxa“ fyrir utan bar sem tvö af fórnarlömbunum heimsóttu nóttina hræðilegu.

Þann 27. nóvember hringdi kona um miðja nótt og sagðist hafa „vaknað við að útidyrnar hjá henni voru opnar“.

CNN segir að fjöldi nemenda þori ekki að snúa aftur til Moscow á meðan morðinginn leikur lausum hala.

Um 50 lögreglumenn vinna að rannsókn málsins og hefur lögreglan í Moscow fengið liðsauka frá ríkislögreglunni í Idaho og alríkislögreglunni FBI.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa fyrri umfjöllun DV um málið.

Háskólamorðin í Idaho vekja óhug – Af hverju þurftu þau að deyja?

Háskólamorðin í Idaho vekja óhug – Af hverju þurftu þau að deyja?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Balotelli strax á förum
Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“