Þegar hún skilaði sér ekki heim hafði fjölskylda hennar samband við lögregluna. Leit var sett af stað og eftir þriggja daga leit í frosti og við slæm veðurskilyrði, fannst lík hennar í norðvesturhlíðum fjallsins. Metro skýrir frá þessu.
Að sögn lögreglunnar var það móðir Emily sem ók henni á upphafsstað gönguferðar hennar. Hún hafði sett sér það markmið að ná á topp 48 ákveðinna fjalla áður en hún yrði tvítug.
Hún náði þessu markmiði en lést þegar hún gekk á síðasta fjallið. Daily Mail hefur eftir Brian Garvey, vini hennar, að hún hafi náð þessu markmiði sínu en hafi því miður látist á leið niður af fjallinu.