fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Unglingsstúlka fraus í hel þegar hún reyndi að ná markmiði sínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 23:00

Emily Sotelo. Mynd:New Hampshire fish and game law enforcement division

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 20. nóvember fór Emily Sotelo, 19 ára, í göngutúr. Ferðinni var heitið á Mount Lafayette í New Hampshire í Bandaríkjunum. Hún hafði sett sér það markmið að komast á topp 48 fjalla.

Þegar hún skilaði sér ekki heim hafði fjölskylda hennar samband við lögregluna. Leit var sett af stað og eftir þriggja daga leit í frosti og við slæm veðurskilyrði, fannst lík hennar í norðvesturhlíðum fjallsins. Metro skýrir frá þessu.

Að sögn lögreglunnar var það móðir Emily sem ók henni á upphafsstað gönguferðar hennar. Hún hafði sett sér það markmið að ná á topp 48 ákveðinna fjalla áður en hún yrði tvítug.

Hún náði þessu markmiði en lést þegar hún gekk á síðasta fjallið. Daily Mail hefur eftir Brian Garvey, vini hennar, að hún hafi náð þessu markmiði sínu en hafi því miður látist á leið niður af fjallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?