Um borð í geimfarinu eru brúður í mannslíki og eru þær notaðar til að mæla þau áhrif sem mannslíkaminn verður fyrir í geimferð af þessu tagi. Allt er þetta undirbúningur undir að senda fólk til tunglsins en þar hefur engin stigið niður fæti síðan 1972.
Um helgina setti geimfarið nýtt met að því að NASA sagði á Twitter. Þá var Orion í 409.508 km fjarlægð frá jörðinni en aldrei áður hefur geimfar, sem er hannað til að flytja fólk, farið svo langt frá jörðinni. Hraði geimfarsins var þá 3.174 km/klst.
Fyrra metið var sett fyrir rúmlega hálfri öld af Apollo 13 sem var mest í 400.171 km fjarlægð.
Orion snýr aftur til jarðar 11. desember og mun þá hafa lagt um tvær milljónir kílómetra að baki.
Í dag mun Orion síðan væntanlega bæta eigið met og komast í 438.568 km fjarlægð frá jörðinni.