fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Orion-geimfarið setti met um helgina og slær það aftur í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 08:00

Geimfar nærri tunglinu. Mynd:EPA/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur sett sér það markmið að senda fólk til tunglsins á næstu árum, í fyrsta lagi 2025. Verkefnið er í raun hafið því nýlega var Orion-geimfarinu skotið á loft með Artemiseldflaug. Flaug það að tunglinu og er nú á braut um það.

Um borð í geimfarinu eru brúður í mannslíki og eru þær notaðar til að mæla þau áhrif sem mannslíkaminn verður fyrir í geimferð af þessu tagi. Allt er þetta undirbúningur undir að senda fólk til tunglsins en þar hefur engin stigið niður fæti síðan 1972.

Um helgina setti geimfarið nýtt met að því að NASA sagði á Twitter. Þá var Orion í 409.508 km fjarlægð frá jörðinni en aldrei áður hefur geimfar, sem er hannað til að flytja fólk, farið svo langt frá jörðinni. Hraði geimfarsins var þá 3.174 km/klst.

Fyrra metið var sett fyrir rúmlega hálfri öld af Apollo 13 sem var mest í 400.171 km fjarlægð.

Orion snýr aftur til jarðar 11. desember og mun þá hafa lagt um tvær milljónir kílómetra að baki.

Í dag mun Orion síðan væntanlega bæta eigið met og komast í 438.568 km fjarlægð frá jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 5 dögum

15 létust þegar bensínstöð sprakk

15 létust þegar bensínstöð sprakk