fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Heimurinn bíður – Hvað gerir Xi?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 05:52

Mótmælendur söfnuðust saman í Peking í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xi Jinping, forseti Kína, stendur frammi fyrir því að þurfa að taka erfiða ákvörðun og að mati sérfræðinga er ekki öruggt að hann muni taka þessa ákvörðun.

Allt snýst þetta um sívaxandi mótmæli í Kína vegna stefnu stjórnvalda hvað varðar heimsfaraldur kórónuveirunnar. Stefnan sem er rekin veitir ekkert svigrúm og hefur í för með sér að gripið er til harðra sóttvarnaaðgerða ef svo mikið sem eitt smit greinist. Neyðast milljónir manna til að halda sig heima við langtímum saman vegna þessa og eru aðstæður fólksins oft erfiðar.

Mótmæli hafa brotist út gegn þessari stefnu að undanförnu og virðist sem langlundargeð margra Kínverja sé algjörlega þrotið þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum.

Margir velta því fyrir sér hvort Xi muni grípa til harðra aðgerða gegn mótmælendum eða bíða og vona að þau fjari út af sjálfu sér.

Patrick Wintour, ritstjóri hjá The Guardian, telur ólíklegt að Xi muni líða þessi mótmæli. Hann muni líklega líta á þau sem ögrun við „kórónuveirustefnu sína sem og hugmyndafræði kommúnista“. Hann segir að fólk eigi að reikna með miskunnarlausum viðbrögðum yfirvalda, sömu viðbrögðum og í Hong Kong þegar lýðræðissinnar mótmæltu þar.

Aðrir sérfræðingar eru ekki eins vissir um viðbrögð Xi. Þeir setja til dæmis spurningarmerki við það hvort mótmælin hafi náð því umfangi að hægt sé að réttlæta harðar aðgerðir.

Ákveðin óvissa ríkir um umfang mótmælanna en AP segir að í að minnsta kosti átta bæjum og borgum hafi yfirvöld átt í erfiðleikum með að halda mótmælum niðri í gær. Um 300 manns mótmæltu á götu úti í Shanghai á laugardaginn.

ABC News hefur eftir Karson Yiu, sérfræðingi í asískum málefnum, að Xi eigi við þann vanda að etja að stór hluti Kínverja hafi ekki náð sama ónæmi gegn kórónuveirunni og fólk víða annars staðar í heiminum. Hann sagði spurninguna vera hvað muni raska jafnvæginu mest. Að slaka á sóttvarnaaðgerðum og leyfa faraldrinum að geisa og verða mörg hundruð þúsund manns að bana eða þola stöku mótmæli sem ekki eru skipulögð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti