fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 20:00

Framtíðarsýn NASA. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti farið svo að fólk hafi tekið sér bólfestu á tunglinu fyrir lok þessa áratugar. Þetta segir Howar Hu, yfirmaður Orion verkefnis NASA.

Orion er geimfarið sem var nýlega skotið á loft með Artemis-eldflaug. Var förinni heitið til tunglsins en þó var ekki lent þar að þessu sinni. Um borð í Orion eru brúður, í líki fólks, til að hægt sé að mæla áhrif ferðar af þessu tagi á fólk.

Í samtali við Laura Kuenssberg í þættinum BBC Sunday sagði Howar Hu að geimskotið væri „sögulegur dagur“ fyrir geimferðir. Þetta hafi verið fyrsta skrefið í átt að langtíma rannsóknum á djúpgeimnum, ekki bara fyrir Bandaríkin heldur fyrir alla heimsbyggðina.

Hann sagði að markmiðið með Artemis-áætluninni sé að flytja fólk til tunglsins en þar er fyrirhugað að koma upp fastri viðveru í geimstöð á braut um tunglið. Munu geimfarar síðan nota litlar skutlur til að fara niður á yfirborð tunglsins.

Hann sagði að fólk muni örugglega búa á tunglinu, þó kannski ekki stöðugt. Þar verði íverustaðir og ökutæki.

Hann sagði að geimfararnir muni stunda rannsóknir á tunglinu. Næsta skref sé síðan að fara til Mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð