Vísindamenn, sem vinna að rannsókninni, segja að rannsóknin geti leitt til þess að lífslíkur krabbameinssjúklinga tvöfaldist á næsta áratug. Sky News skýrir frá þessu.
Fram kemur að samkvæmt því sem sérfræðingar hjá ICR og Royal Marsden NHS Foundation Trust segja þá geti krabbameinssjúklingar lifað mun lengur en í dag og fleiri geti læknast ef allt gengur að óskum.
Vísindamennirnir eru nú að læra meira um það sem þeir kalla „vistkerfi krabbameins“. Þar á meðal er ónæmiskerfið sem og sameindir, frumur og annað sem umlykja æxli og hjálpa þeim að stækka.
Vísindamennirnir telja að þeir geti náð árangri á þessu sviði með því til dæmis að eyðileggja krabbameinsfrumur, með því að styrkja getu líkamans til að berjast við krabbamein og að koma í veg fyrir að heilbrigðar frumur séu blekktar til að hjálpa krabbameini að lifa af.