fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Grænlandsjökull bráðnar hratt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 07:30

Grænlandsjökull bráðnar hratt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísinn á norðaustanverðu Grænlandi bráðnar sex sinnum hraðar en áður var talið. Ástæðan er hækkandi hitastig vegna loftslagsbreytinganna.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fyrri rannsóknir hafa vanmetið hversu mikill ís mun bráðna á þessari öld. Fyrir næstu aldamót mun stóri norðausturgrænlenski ísstraumurinn hafa misst sex sinnum meiri ís en fyrri útreikningar sýndu.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Shfagat Abbas Khan, prófessor við DTU Space og einum höfunda rannsóknarinnar, að niðurstaðan hafi komið á óvart. „Við vissum vel að bráðnunin væri hraðari en talið var en ég reiknaði með að hún væri í versta falli tvöfalt hraðari. Að hún sé allt að sex sinnum hraðari er mikið áhyggjuefni að mínu mati,“ sagði hann.

Fyrri rannsóknir byggðust á athugunum við jaðar Grænlandsjökuls. Nýja rannsóknin sýnir að ísinn bráðnar einnig mörg hundruð kílómetra inni í landi að sögn Khan. „Það er hjarta Grænlandsjökuls sem bráðnar. Þetta á sér stað allt að 300 km inni á ísnum,“ sagði hann.

Þessi hraða bráðnun þýðir að yfirborð sjávar hækkar hraðar. Khan sagði að heildarbráðnunin fyrir næstu aldamót muni verða að minnsta kosti einn metri. Á næstu árum verði reiknað út hversu mikil hún verði nákvæmlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin