fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Hafa lagt hald á mörg tonn af kókaíni – Geta ekki eytt því

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 08:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíska tollgæslan hefur lagt hald á svo mikið af kókaíni að undanförnu að nú eiga yfirvöld í vandræðum með að eyða öllum þessu fíkniefnum.

Kókaínið kemur frá smyglurum sem reyna að koma því inn í Evrópu í gegnum höfnina í Antwerpen.

Það að tollgæslan nái svo miklu magni af fíkniefnum vekur auðvitað gleði því þau ná ekki að komast á markaðinn. En þau valda yfirvöldum ákveðnum vandræðum því þau eiga í vandræðum með að eyða öllu þessu magni nægilega hratt.

Fíkniefnin eru því geymd í geymslum og það veldur yfirvöldum áhyggjum því þau óttast að glæpagengi reyni að stela þeim úr geymslunum.

Kókaínið kemur frá Suður-Ameríku og það er ekkert smá magn sem er reynt að smygla inn í Evrópu þaðan. Belgíska tollgæslan er við að setja met hvað varðar magn af haldlögðu kókaíni. Stefnir í að hún nái 100 tonnum á þessu ári en á síðasta ári lagði hún hald á 89,5 tonn.

Yfirvöld segja að glæpagengi noti dróna til að fylgjast með ferðum tollvarða og til finna geymslurnar þar sem yfirvöld geyma fíkniefnin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“