fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fella niður kröfu um þungunarpróf stúdína

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 17:00

Þungunarpróf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kampala International háskólinn í Kampala í Úganda tilkynnti nýlega að hætt verði að krefja stúdínur, sem stunda nám í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði, um þungunarpróf áður en þær fá að þreyta próf.

Það var á þriðjudegi sem háskólinn tilkynnti að allar stúdínur, sem áttu að fara í próf, skyldu skila inn niðurstöðu þungunarprófs sem þær áttu að greiða sjálfar. Ef þær skiluðu ekki inn niðurstöðu prófs myndu þær ekki fá að þreyta próf.

Þetta vakti strax mikla athygli og tjáði Catherine Kyobutingi, forstjóri African Population and Health Research Center,  sig um þetta á Twitter og sagði þetta vera algjört rugl, mismunun og algjörlega óásættanlegt.

Dr. Githinji Gitahi, stjórnarformaður óhagnaðardrifnu samtakanna Amref Health Africa tjáði sig einnig um þetta á Twitter og skrifaði: „Hvað? Af hverju? Í alvöru? Af því að þungun tengist prófum svo mikið? Veitir fóstrið ótilhlýðilegt forskot í prófum? Ég skil þetta ekki.“

Úgönsku kvenréttindasamtökin FIDA Uganda tjáðu sig einnig um ákvörðunina og bentu á að stjórnarskráin tryggi konum ákveðin réttindi og banni mismunun kynjanna.

Á fimmtudegi, tveimur sólarhringum eftir að krafan um þungunarprófið var sett fram, breytti háskólinn um stefnu.

CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin