Nöfn á borð við Jeff Bezos, Warren Buffet og Bill Gates koma reglulega fyrir á listanum yfir auðugasta fólk heims. En nú er nýr maður kominn inn á listann og veitir „gömlu“ auðmönnunum harða samkeppni.
Hann heitir Jeff Yass. Hann er 66 ára og er stofnandi, eigandi og forstjóri Susquehanna International Group fjárfestingafélagsins. Það er með höfuðstöðvar í Pennsylvania.
Á tæpum 40 dögum jukust eignir hans um sem nemur rúmlega 4.000 milljörðum íslenskum krónum. Í lok september var virði þeirra sem nemur um 640 milljörðum íslenskum krónum en nú orðið miklu meira.
Hann getur þakkað samfélagsmiðlinum TikTok fyrir þetta. Hann á nefnilega 7% í ByteDance sem á TikTok. Bloomberg skýrir frá þessu.
Hann keypti hlut í Byte Dance 2012, fjórum árum áður en fyrirtækið setti TikTok á markaðinn.
Í september tilkynnti fyrirtækið, sem er kínverskt, að það bjóðist til að kaupa hlutabréf af hlutabréfaeigendum og vilji greiða sem nemur um 24.000 íslenskum krónum á hlut. Samtals er virði þessara hlutabréfa sem nemur um 40.000 milljörðum íslenskra króna.
Það eru þessi kaup ByteDance á eigin hlutabréfum sem snarhækkuðu auð Yass.