fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Pressan

Háskólamorðin í Idaho vekja óhug – Af hverju þurftu þau að deyja?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 07:00

Þau voru myrt um miðja nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega viku hefur lögreglan leitað að þeim sem stakk fjóra nemendur við University of Idaho til bana. Það gerðist snemma morguns þann 13. nóvember í húsi utan háskólasvæðisins. Morðin hafa vakið mikinn óhug og hræðsla fólks fer vaxandi vegna þess hversu lítt rannsókn lögreglunnar miðar.

Kedrick Wills, yfirmaður ríkislögreglu Idaho í bænum Moscow, þar sem morðin voru framin, sagði nýlega á fréttamannafundi að skilaboð lögreglunnar til almennings séu einföld. Lögreglan viti að fólk vilji svör og það vilji lögreglan líka.

Ethan Chapin, 20 ára, Kaylee Goncalves, 21 árs, Xana Kernodle, 20 ára, og Madison Mogen, 21 árs, voru myrt þar sem þau sváfu í húsi við King Road. Húsið er utan háskólasvæðisins en ekki fjarri því.

Lögreglan veit ekki af hverju þau voru myrt né hver eða hverjir voru að verki.

The Guardian segir að þegar Wills kom fram á fréttamannafundinum hafi hann ekki aðeins verið að tala til íbúa í Moscow og nemenda við háskólann, heldur við alla þjóðina sem hefur fylgst með málinu af athygli eftir því sem fleiri og hræðilegri upplýsingar um morðin hafa komið fram.

Fáar vísbendingar

Vitað er að klukkustundirnar fyrir morðið voru Mogen og Goncalves á barnum Corner Club, sem er í miðbæ Moscow. Þær voru í miðbænum frá klukkan 22 til 01.30. Þær fóru meðal annars og keyptu sér mat á skyndibitastað. Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir þær panta pasta og ekki er að sjá að neitt hafi amað að þá. Þær voru nánar vinkonur, voru saman í menntaskóla og unnu á sama gríska veitingastaðnum.

Um klukkan 01.40 fengu þær far heim úr partíi í heimahúsi. Sá sem ók þeim heim er ekki grunaður um að tengjast morðunum.

Á sama tíma voru Chapin og Kernodle í partíi á háskólasvæðinu. Þau yfirgáfu það um klukkan 01.45 og fóru þá í húsið við King Road.  Kernodle, Mogen og Goncalves leigðu saman og talið er að Chapin hafi gist í húsinu um nóttina. Öll stunduðu þau nám við háskólann og voru félagar í systra- eða bræðrafélögum. Lík þeirra fundust á annarri og þriðju hæð hússins.

Stacey Chapin, móðir Ethan Chapin, sagði í samtali við Idaho Statesman að fjórmenningarnir hafi verið stungin til bana. Eiturlyf hafi ekki komið við sögu og ekki hafi verið um deilur þeirra á milli að ræða vegna ástarmála, einhver hafi komið inn í húsið og myrt þau.

Lögreglan telur að fjórmenningarnir hafi verið myrtir á milli klukkan 03 og 04. Tveir til viðbótar sváfu í húsinu þessa nótt að sögn lögreglunnar. Þeir voru að heima til klukkan 01 og sváfu fram undir hádegi. Farsími annars þeirra var notaður til að hringja í neyðarlínuna til að tilkynna um morðin.

Lögreglan segir að í ljós hafi komið að hringt hafi verið úr símum Mogen og Goncalves í fyrrum unnusta Goncalves um nóttina. Hann er ekki grunaður um að tengjast ódæðisverkinu að sögn lögreglunnar.

Engin ummerki um kynferðisofbeldi fundust við krufningu. Réttarmeinarfræðingur segir að fjórmenningarnir hafi líklega verið sofandi þegar þau voru stungin margoft. Á sumum þeirra voru áverkar sem benda til að þau hafi reynt að verjast.

Ekki er vitað hvernig morðinginn, eða morðingjarnir, komst inn í húsið eða hvernig hnífur var notaður.

James Fry, lögreglustjóri í Moscow, sagði að út frá vegsummerkjum telji lögreglan að um einangrað tilvik hafi verið að ræða og að það hafi ekki verið tilviljun hvaða fólk var myrt. Hann vildi ekki skýra þessi orð sín nánar.

Lögreglan í Moscow hefur notið aðstoðar ríkislögreglunnar í Idaho og alríkislögreglunnar FBI við rannsókn málsins.

Á meðan morðinginn hefur ekki náðst mun lögreglan vera með aukinn viðbúnað á háskólasvæðinu og sér ríkislögreglan um þann þátt. Öryggisráðstafanir á háskólasvæðinu hafa verið efldar og fá aðeins íbúar á heimavistum aðgang að þeim nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri