fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Musk hefur opnað Twitter fyrir Trump og Kanye West en dregur mörkin við Alex Jones

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 07:00

Alex Jones er iðinn við að setja fram samsæriskenningar. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ákveðið að Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, megi snúa aftur á samfélagsmiðilinn vinsæla en það gerði hann eftir að hafa efnt til atkvæðagreiðslu meðal notenda hans.

Rapparinn Kanye West fær einnig að snúa aftur en honum var úthýst eftir neikvæð ummæli um gyðinga.

Andrew Tate, sem hefur verið nefndur hataðist maðurinn á Internetinu, fær einnig að snúa aftur en hann hefur margoft viðhaft neikvæð ummæli um konur.

Hinn umdeildi kanadíski sálfræðingur Jordan Peterson fær einnig að snúa aftur sem og Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeildinni, en hún er einn háværasti stuðningsmaður Donald Trump og hefur tekið heilshugar undir lygar hans um að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum 2020.

Musk vísar til tjáningarfrelsisins þegar hann styður ákvörðun sína um að hleypa þessu fólki aftur inn á Twitter.

En það eru ekki allir sem fá að njóta tjáningarfrelsisins hjá Musk því hann virðist vera með ákveðin mörk, sem einhverjum kann nú að finnast ótrúlegt, sem ekki má fara yfir.

Hann segir að útilokað sé að samsæriskenningasmiðurinn og útvarpsmaðurinn Alex Jones fái að snúa aftur en aðgangi hans var lokað í september 2018 eftir að hann hafði brotið gegn reglum Twitter um það sem mátti birta á miðlinum.

The Guardian segir að Musk hafi rökstutt þessa ákvörðun sína í umræðum við Twitternotendur með því að hann hafi sjálfur misst fyrsta barn sitt fljótlega eftir fæðingu þess. Hann muni því ekki sýna þeim neina miskunn sem notfæra sér dauða barna til að græða peninga, í pólitísku skyni eða til að öðlast frægð. Það er einmitt þetta sem Alex Jones hefur gert með ummælum sínum um fjöldamorðin í Sandy Hook grunnskólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu