fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Telur að kaup Elon Musk á Twitter geti endað með gjaldþroti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 17:30

Hvað klikkaði hjá Musk og Twitter?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk keypti samfélagsmiðilinn Twitter fyrir skömmu fyrir 44 milljarða dollara og hefur gripið til margvíslegra aðgerða hjá fyrirtækinu í kjölfarið. Þær mælast misjafnlega fyrir meðal notenda, auglýsenda og starfsfólks fyrirtækisins. Musk hefur sjálfur sagt að ekki sé útilokað að Twitter verði gjaldþrota og undir það tekur sérfræðingur.

Musk boðaði ýmsar breytingar hjá Twitter þegar hann keypti fyrirtækið og margar þeirra hafa nú þegar litið dagsins ljós. Þær hafa nú ekki allar þótt til góðs og má þar nefna breytingar á reglum um staðfestingu notenda. Þær leiddu til þess að skyndilega gat hver sem er þóst vera stórfyrirtæki á Twitter.

Stórfyrirtækið Lockheed Martin fann vel fyrir þessu þegar verð hlutabréfa í fyrirtækinu lækkaði um sjö milljarða dollara á hlutabréfamörkuðum eftir að einhver stofnaði aðgang í nafni fyrirtækisins og tísti að fyrirtækið myndi hætta sölu á vörum sínum til Ísraels og Sádi-Arabíu ef löndin myndu ekki virða mannréttindi.

Lyfjafyrirtækið Eli Lilly lenti í því að einhver stofnaði aðgang á Twitter í nafni þess og bauð ókeypis insúlín. Þetta varð til þess að verða á hlutabréfum í öðrum lyfjafyrirtækjum lækkaði.

Musk hefur einnig hleypt einstaklingum, sem höfðu verið útilokaðir frá Twitter, aftur inn. Þar á meðal Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Maia Kahlke Lorentzen, sérfræðingur í stafrænni menningu, sagði í samtali við TV2 að kaup Musk á Twitter séu hugsanlega upphafið að endinum fyrir þennan vinsæla samfélagsmiðil.

„Það er eins og einhver stemning hafi náð til hans og hann hafi hugsað með sér: „Nú kaupum við þetta, fjandakornið. Og svo gerum við þetta eins og við viljum hafa þetta.“ Síðan situr hann skyndilega uppi með kostnaðinn við þetta og kemst að því að að það er í raun mjög flókið og mikið vesen að stýra samfélagsmiðli þannig að öllum finnist að þeir geti notað hann,“ sagði hún.

Hún sagðist eiga erfitt með að sjá fyrir sér að kaupin geti orðið ábatasöm fyrir Musk. Ef hann geri Twitter að sífellt meiri pólitískum miðli þá höfði miðillinn ekki eins mikið til fólks og verið hefur, það sé það sem hefur gert Twitter ábatasaman miðil.

Hún benti á að tekjur Twitter séu ekki sérstaklega miklar í samanburði við aðra samfélagsmiðla og sagðist hún eiga erfitt með að sjá að tekjurnar aukist þegar Musk býr ekki til vettvang sem er aðlaðandi í augum auglýsenda og um leið gefi hann í skyn að hann beri ekki virðingu fyrir stórum hluta notendanna, hann tali niður til þeirra.

Hún sagðist telja það raunhæfan möguleika að Twitter verði gjaldþrota. Meðal annars vegna þess hvernig Musk hefur fjármagnað kaupin en það gerði hann með lántöku gegn veði í Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð