fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Ráða 100.000 nýja starfsmenn í iPhone-verksmiðju

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 19:00

Það þarf margar hendur til að framleiða iPhone.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir vörur fyrir Apple, hefur að undanförnu ráðið 100.000 nýja starfsmenn til starfa í risaverksmiðju sinni í Zhengzhou í Kína.

Verksmiðjunni var lokað fyrir mánuði síðan eftir að kórónuveirusmit komu upp meðal starfsfólks. Margir starfsmenn hættu þá störfum og allt stefndi í að þetta myndi hafa mikil áhrif á sölu iPhone fyrir jólin.

Fyrirtækið réðst þá í mikla vinnu við að finna starfsfólk í verksmiðjuna og hefur nú ráðið 100.000 starfsmenn. CNN skýrir frá þessu.

Verksmiðjan í Zhengzhou er stærsta iPhone-verksmiðjan í Kína. Stöðva varð alla starfsemi í henni í október eftir að fjöldi starfsmanna greindist með kórónuveiruna. Í kjölfarið hættu margir störfum og var framtíð Foxconn því nokkuð óljós.

Þetta var áhyggjuefni fyrir Apple sem er mjög háð þessari risaverksmiðju ef nóg á að vera til af iPhone þegar jólavertíðin hefst fyrir alvöru.

En nú hefur ræst úr og fyrirtækið er komið á rétta braut á nýjan leik með þessum 100.000 nýju starfsmönnum.

Foxconn hefur fjórfaldað daglega bónusa starfsfólks í nóvember til að reyna að halda í það.

Fyrirtækið rekur fjölda verksmiðja víða í Kína og er með um 1,3 milljónir starfsmanna á launaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga