fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hrottaleg morð á vændiskonum í Róm hræða almenning – Illræmdur mafíósi handtekinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 07:05

Ítalskir lögreglumenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölum er illa brugðið eftir hrottaleg morð á þremur vændiskonum í Róm. En mörgum hefur eflaust létt við þær fréttir að lögreglan sé búinn að handtaka manninn sem hún telur að hafi myrt konurnar. Um illræmdan mafíósa er að ræða.

Lík kvennanna fundust á fimmtudaginn á tveimur stöðum ekki fjarri Péturskirkjunni. Fyrst fannst lík hinnar kólumbísku Marta Castano Torres. Hún virðist hafa verið stungin til bana í miðjum samförum með viðskiptavini.

Um 600 metra frá húsinu, þar sem Torres fannst, fundust lík tveggja kínverskra vændiskvenna. Þær höfðu einnig verið stungnar til bana. Það var húsvörðurinn í húsinu, þar sem kínversku konurnar héldu til, sem gerði lögreglunni viðvart.

Skytg24 segir að íbúi í húsinu hafi haft samband við hann og sagt að konurnar lægju naktar og lífvana fyrir framan íbúð þeirra.

Í hverfinu, þar sem morðin voru framin, er fjöldi lögfræðistofa, fallegar gamlar byggingar og glæsilegar verslanir. Þetta er sem sagt fínt hverfi, að minnsta kosti á yfirborðinu.

Venjulega eru fíkniefnaviðskipti, vændi og glæpir tengdir við önnur hverfi borgarinnar. Af þeim sökum var fólki illa brugðið þegar skýrt var frá morðunum á fimmtudaginn. Ótti greip um sig því morðinginn gekk laus og nokkuð ljóst var að hér var raðmorðingi á ferð.

Margir íbúanna, í húsunum þar sem morðin voru framin, þorðu ekki að fara út úr húsi og margir óttuðust að rekast á morðingjann.

Lögreglan setti mikinn kraft í rannsóknina og var herlögreglan meðal annars fengin til aðstoðar við rannsókn þess.

Með gögnum úr eftirlitsmyndavélum, framburði vitna og vegna símanúmera, sem fundust í farsímum fórnarlambanna, tókst lögreglunni nokkuð fljótt að hafa uppi á hinum grunaða og handtaka.

Mikilvægasta vitnið í málinu er kólumbísk vændiskona sem var með manninum á fimmtudagskvöldið. Segir hún að hann hafi játað að hafa þrjú mannslíf á samviskunni.

Á laugardaginn skýrðu ítalskir fjölmiðlar frá því að systir hins grunaða hafi gert lögreglunni viðvart eftir að hann hringdi í hana þegar hann var greinilega undir áhrifum fíkniefna. Var hann mjög ringlaður að hennar sögn. Þetta hræddi hana svo mikið að hún ákvað að hafa samband við lögregluna.

Maðurinn heitir Giandavide De Pau og er fimmtugur. Hann er ekki bara „einhver“ því hann er harðsvíraður glæpamaður sem lögreglan hefur margoft haft afskipti af og hann hefur hlotið refsidóma. Þess utan umgengst hann ekki ítalska kórdrengi, heldur mafíósa. Hann hefur starfað sem handlangari og bílstjóri Michele Senese, sem er foringi Camorramafíunnar í Napólí.

Giandavide De Pau var yfirheyrður allan laugardaginn að sögn ítalskra fjölmiðla og er hann sagður hafa sagt saksóknara að hann muni eftir heimili kínversku vændiskvennanna en síðan muni hann ekkert nema hvað hann muni eftir miklu blóði. Hann sagðist einnig hafa verið á ferð í Róm í tvo sólarhringa með blóðbletti á fötunum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“