Mannrán, morð, mansal, vændi, skattsvik og hækkandi fasteignaverð eru á lista yfirvalda yfir alvarleg og neikvæð áhrif kínversku spilavítanna. Þau hafa því ákveðið að nú sé nóg komið.
Jótlandspósturinn segir að kínverski spilaiðnaðurinn hafi farið sístækkandi á Filippseyjum frá 2016 en þá komst Rodrigo Duterte til valda sem forseti. Hann jók viðskiptin við Kínverja og reyndi að laða fleiri fjárfesta til landsins.
Þetta varð til þess að spilavítum, sem starfa á netinu, fjölgaði gríðarlega á skömmum tíma og urðu Filippseyjar ein stærsta miðstöð heims á þessu sviði, komst á par við Singapúr og Macau, sem er kínverskt yfirráðasvæði.
Nú hefur Ferdinand Marco junior, núverandi forseti, ákveðið að nú sé nóg komið og ákveðið að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Þetta var eitt af kosningaloforðum hans en hann tók við völdum í júní.
Vandamál, tengd spilavítunum, voru orðin svo mikil að filippseysk yfirvöld höfðu neyðst til að setja sérstakar sveitir, með kínversku mælandi fólki, á laggirnar til að takast á við vandamál á borð við ofbeldisverk og aðra glæpi.
Talið er að 121.000 manns starfi við kínversku spilavítin, þar af eru tæplega 70.000 Kínverjar.