fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Suður-Kórea stefnir á tunglið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 16:30

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurkóreskir vísindamenn ætla að reyna að kortleggja allar vatnsbirgðir tunglsins. Suður-Kórea blandar sér þar með í hóp þeirra ríkja sem hafa sent geimför til tunglsins eða hafa í hyggju að gera það.

Þess dagana er Bandaríska geimferðastofnunin NASA að vinna við Artemis-áætlun sína en NASA stefnir á að senda fólk til tunglins á næstu árum og gengur verkefnið undir heitinu Artemis. Áður en fólk verður sent til tunglsins verða geimflaugarnar prófaðar með því að senda þær á loft mannlausar og síðan mannaðar í kringum tunglið.

En Suður-Kórea situr ekki auðum höndum á meðan NASA tekst á við Artemis-verkefnið því reiknað er með að suðurkóreska geimfarið Danuri komi að tunglinu um miðjan desember. Það fer á braut um tunglið í um 100 km hæð. Þar eru fyrir geimför frá Bandaríkjunum, Kína og Indlandi.

Ef allt gengur eftir áætlun verður geimfarið síðan látið lækka flugið niður í um 20 km hæð eftir um eitt ár. Í framhaldi af því vonast suðurkóresku vísindamennirnir til að geta aflað enn frekari upplýsinga um tunglið okkar.

Lee Sang-Ryool, forstjóri suðurkóresku geimferðastofnunarinnar, sagði að með geimskoti Danuri taki Suður-Kórea stórt skref í geimrannsóknum og sé geimskot Danuri aðeins fyrsta skrefið. Ekki sé svo langt í að farið verði til Mars og að loftsteinum sem eru enn lengra frá jörðinni.

Jótlandspósturinn segir að Suður-Kóreumenn noti vel þekkta tækni í verkefninu og muni gera ýmsar tilraunir sem eiga að koma að gagni við geimferðir framtíðarinnar. Þeir muni einnig gera tilraunir með nýja tækni sem sé byltingarkennd að þeirra mati.

Ferðin sjálf til tunglsins er öðruvísi en venja er. Með nútímatækni er hægt að komast þangað á tæpum þremur sólarhringum en um 386.000 km eru til tunglsins. En Suður-Kóreumenn taka sér fjóra mánuði í að koma Danuri á leiðarenda. Það gera þeir til að spara eldsneyti.

Meðal verkefna geimfarsins eru tilraunir með fjarskipti og þráðlaust Internet sem getur tengt gervihnetti, geimför og geimflaugar saman. Einnig verður unnið að því að bæta og þróa tækni til að reikna brautir geimfara fyrir lengri ferðir og fyrir siglingafræði og fjarskipti í löngum geimferðum.

Danuri er hlaðið tækjum til að rannsaka segulsvið tunglsins, til að mæla vatnsmagn, úran, helíum og önnur frumefni. Einnig er það með tæki til að rannsaka dimma hella, hella þar sem sólin skín aldrei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“