The Guardian segir að vísindamenn, sem voru að rannsaka Octopus tetricus, hafi myndað dýrin þegar þau gripu um brak með örmum sínum og sprautuðu síðan vatni úr sogskálum sínum á hlutina til að þeyta þeim frá sér.
Vísindamennirnir segja að kolkrabbarnir virðist nota þessa aðferð þegar þeir eru að þrífa í kringum sig eða losa sig við skeljar eftir að hafa étið innan úr þeim. En þeir sáust einnig nota þessa aðferð til að kasta í aðra kolkrabba og var ekki annað að sjá en að þetta væri gert vísvitandi.
Peter Godfrey-Smith, prófessor og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þessi hegðun hefði komið mjög á óvart. Sjaldgæft sé að dýr kasti hlutum sem þau hafa sankað að sér. Það sé mjög óvenjulegt að þetta sé gert í vatni og það sé mjög erfitt.