Phys.org skýrir frá þessu. Fram kemur að þyrpingin sé á svæði sem er nefnt „zone of avoidance“. Það nær yfir um tíu prósent hins dökka himins sem er að mestu hulin á bak við kúlu í Vetrarbrautinni.
Svæðið er í heild sinni stór ráðgáta fyrir stjörnufræðinga en þeir hafa ekki rannsakað þetta svæði, sem er aftan við Vetrarbrautina, mikið. En hópur suðuramerískra vísindamanna reyndi einmitt að gera það og fann þá fyrrgreinda þyrpingu vetrarbrauta. Þeir telja að það geti verið allt að 58 vetrarbrautir í þessari þyrpingu.
Rannsóknin verður birt í vísindaritinu Astronomy & Astrophysics.