CNN skýrir frá þessu. Þetta eru nautakrókettur frá fyrirtæki sem heitir Asahiya. Þetta er fjölskyldufyrirtæki í Takasago í vesturhluta landsins.
Króketturnar hafa verið á markaði síðan skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina en það var ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem þær urðu vinsælar fyrir alvöru. Þær eru úr kjöti af kobe-nautum en kartöflum er blandað saman við kjötið.
Króketturnar voru þróaðar á sínum tíma til að laða viðskiptavini að versluninni í þeirri von að þeir myndu síðan kaupa dýrari vörur. CNN skýrir frá þessu.
Nú eru vinsældirnar þvílíkar að það er 30 ára bið eftir að fá krókettur. Það er því betra að hafa næga þolinmæði með í fararteskinu ef farið er til Japan í þeirri von að geta keypt sér krókettur hjá Asahiya.