fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Frosni maturinn frá fyrirtækinu er svo vinsæll að það er 30 ára biðlisti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. nóvember 2022 11:00

Þau geymdu fíkniefni í frystinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosinn matur er ekki eitthvað sem maður stærir sig af að kaupa eða býður gestum upp á. Það getur verið þægilegt að grípa til hans þegar letinn er að drepa mann í eldhúsinu. Þá er gott að eiga mat, sem er hægt að grípa til, í frystinum. En í Japan er frosinn matur frá framleiðanda einum svo vinsæll að það er 30 ára bið eftir honum.

CNN skýrir frá þessu. Þetta eru nautakrókettur frá fyrirtæki sem heitir Asahiya. Þetta er fjölskyldufyrirtæki í Takasago í vesturhluta landsins.

Króketturnar hafa verið á markaði síðan skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina en það var ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem þær urðu vinsælar fyrir alvöru. Þær eru úr kjöti af kobe-nautum en kartöflum er blandað saman við kjötið.

Króketturnar voru þróaðar á sínum tíma til að laða viðskiptavini að versluninni í þeirri von að þeir myndu síðan kaupa dýrari vörur. CNN skýrir frá þessu.

Nú eru vinsældirnar þvílíkar að það er 30 ára bið eftir að fá krókettur. Það er því betra að hafa næga þolinmæði með í fararteskinu ef farið er til Japan í þeirri von að geta keypt sér krókettur hjá Asahiya.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar