Musk er sagður hafa fundað að undanförnu með mörgu starfsfólki að undanförnu, starfsfólki sem hann telur „mjög mikilvægt“. Hefur nánasta samstarfsfólk hans tekið þátt í þessum viðræðum sem miða að því að reyna að koma í veg fyrir að starfsfólkið yfirgefi Twitter.
Musk hefur sagt starfsfólkinu að það verði að leggja mjög hart að sér til að ná árangri og til að Twitter nái árangri.
Í nótt skýrði BBC síðan frá því að Musk hafi nú lokað skrifstofum Twitter þar til á mánudaginn. Fær starfsfólkið ekki að mæta á skrifstofur sínar fyrr en þá. Segir BBC að engin ástæða hafi verið gefin fyrir þessu en tilkynnt var um lokunina eftir uppsagnir starfsfólksins.