fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Jólaskrúðgöngumorðinginn dæmdur í ævilangt fangelsi- „Það eina sem ég óska er að þú rotnir, rotnir hægt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 19:30

Darrell Brooks í dómsal. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var Darrell Brooks, fertugur Bandaríkjamaður, dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa orðið sex manns að bana og slasað tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha í Wisconsin þann 21. nóvember á síðasta ári. Hann á ekki möguleika á reynslulausn.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rúmlega 60 manns hafi slasast þegar Brooks ók Ford bifreið sinni inn í skrúðgönguna. Sex létust, þar á meðal átta ára barn.

Brooks var ákærður fyrir sex morð af yfirlögðu ráði og 70 önnur brot. Hver og ein morðákæra hafði sjálfkrafa ævilangt fangelsi í för með sér. Dómarinn hafði þó heimild til að ákveða að Brooks fengi að afplána hluta af refsingunni undir sérstöku eftirliti, þetta er útgáfa Wisconin af reynslulausn. En dómarinn nýtti ekki þessa lagaheimild og því á Brooks ekki möguleika á reynslulausn.

Dauðarefsing er ekki heimil í Wisconsin.

Fórnarlömb Brooks báru vitni fyrir dómi og báðu þau næstum öll dómarann um að dæma hann til þyngstu mögulegu refsingar. „Það eina sem ég óska er að þú rotnir, rotnir hægt,“ sagði Chris Owens þegar hann bar vitni en móðir hans var meðal fórnarlamba Brooks.

Brooks ók bifreið sinni, Ford Escape, á skrúðgönguna eftir að hann hafði rifist við fyrrum unnustu sína.

Hann bar geðsjúkdómi fyrir sig í fyrstu en dró þá fullyrðingu sína til baka í september. Í október rak hann verjendur sína og annaðist sjálfur vörn sína fyrir dómi. Hann sagði að alvarleg bilun hefði verið í bílnum og að hann hefði ekki ætlað sér að meiða neinn og að hann hefði þeytt flautu bifreiðarinnar til að vara fólk við.

Sérfræðingur sagði hins vegar að ekkert hefði verið að bifreiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Balotelli strax á förum
Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“