fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hryllilegt slys í málmsteypu – Datt ofan í 1.100 gráðu heitt bráðið járn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 16:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39 ára bandarískur karlmaður lést samstundis þegar hann datt ofan í stóran tank með 1.100 gráðu heitu bráðnu járni í málmsteypu Caterpillar í Illonois í Bandaríkjunum í júní.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandaríska vinnueftirlitinu, Occupational Safety and Health Administration.

Maðurinn var sérfræðingur í verksmiðjunni og var að taka sýni af bráðnuðu járni þegar hann datt ofan í tankinn. Maðurinn hafði aðeins starfað í níu daga í verksmiðjunni.

Rannsókn vinnueftirlitsins leiddi í ljós að ef öryggisgrindur hefðu verið til staðar hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að málmsteypan lét starfsfólk oft vinna við hættulegar aðstæður þar sem það átti á hættu að detta ofan í stóra tanka með bráðnuðu járni.

Það er skylda samkvæmt lögum að fyrirtæki setji upp öryggisgrindur eða noti lok þegar hætta er á að starfsfólk detti ofan í hættuleg efni.

Niðurstaða vinnueftirlitsins var að Caterpillar hafi ekki staðið við lögbundnar skyldur sínar um að tryggja öryggi starfsfólk. Fyrirtækinu var gert að greiða 145.000 dollar í sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli