fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Erfingi Louis Vuitton tapaði miklum verðmætum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar verslað er við Louis Vuitton þá er betra að eiga drjúgan skilding inni á reikningnum sínum því vörur fyrirtækisins eru ekki þær ódýrustu á markaðnum. En nýlega snerist dæmið við þegar Benoit-Louis Vuitton, erfingi tískuhússins, varð fyrir því að brotist var inn í íbúð hans í París og miklum verðmætum stolið.

Samtals var verðmæti þýfisins um 100.000 evrur en það svarar til um 15 milljóna íslenskra króna. France24 skýrir frá þessu.

Þjófurinn eða þjófarnir höfðu úr, skartgripi og töskur á brott með sér. Þarna missti Vuitton því muni frá sér án þess að fá greitt fyrir þá.

Sérstök deild lögreglunnar, sem annast rannsókn á málum tengdum glæpagengjum, rannsakar málið en innbrotið átti sér stað aðfaranótt mánudags. Benoit-Louis Vuitton var að heiman þegar þetta gerðist, var staddur í New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin