Sky News skýrir frá þessu og segir að ef þetta reynist öruggt og áhrifaríkt geti ræktaðar blóðfrumur bylt meðhöndlun sjúklinga.
Það getur verið erfitt að finna blóð fyrir suma sjúklinga og þar gætu rauð blóðkorn, sem eru ræktuð á tilraunastofu, komið að gagni og haft í för með sér að fólk sem þarf reglulega að fá blóðgjöf þurfi sjaldnar að fá blóð.
Segja vísindamenn að tilraunin sé stórt skref fram á við hvað varðar að framleiða blóð úr stofnfrumum.