fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Fékk alvarlega veirusýkingu og taldi sig vera á áttunda áratugnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 19:00

Veiran fór illa með konuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október 2012 veiktist Alison Winterburn, sem býr í Wilmslow á Englandi. Fjölskylda hennar tók eftir því að hún átti erfitt með mál og forðaðist allt augnsamband við aðra. Eiginmaður hennar, Roy, fór með hana á sjúkrahús þar sem læknar komust að því að hún væri með encephalitis sem er veirusýking sem veldur bólgu í heilanum.

Alison fékk lyf við þessu en varð fyrir skaða á ennisblaði og það breytti lífi hennar mikið.

LADbible segir að henni hafi fundist hún ringluð og með svima vikum saman. Þegar hún sneri heim aftur eftir þriggja vikna sjúkrahúsdvöl höfðu bæði skammtíma- og langtímaminni hennar orðið fyrir miklum skaða.

Hún þekkti sjálfa sig ekki í spegli og brá mikið þegar hún sá verð á hinum ýmsu vörum, svo mikið að hún treysti sér ekki til að lesa dagblöð.

Hún taldi sig vera á áttunda áratugnum og væri mun yngri en hún var í raun og veru en hún var 51 árs. „Mér brá mikið að sjá miðaldra konu horfa á mig en ekki þá ungu konu sem ég átti von á,“ sagði hún.

Þetta ástand varði vikum saman en smám saman batnaði skammtímaminni hennar og með góðum stuðningi fjölskyldu sinnar sætti hún sig að lokum við að hún væri miðaldra, gift og ætti börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar