Alison fékk lyf við þessu en varð fyrir skaða á ennisblaði og það breytti lífi hennar mikið.
LADbible segir að henni hafi fundist hún ringluð og með svima vikum saman. Þegar hún sneri heim aftur eftir þriggja vikna sjúkrahúsdvöl höfðu bæði skammtíma- og langtímaminni hennar orðið fyrir miklum skaða.
Hún þekkti sjálfa sig ekki í spegli og brá mikið þegar hún sá verð á hinum ýmsu vörum, svo mikið að hún treysti sér ekki til að lesa dagblöð.
Hún taldi sig vera á áttunda áratugnum og væri mun yngri en hún var í raun og veru en hún var 51 árs. „Mér brá mikið að sjá miðaldra konu horfa á mig en ekki þá ungu konu sem ég átti von á,“ sagði hún.
Þetta ástand varði vikum saman en smám saman batnaði skammtímaminni hennar og með góðum stuðningi fjölskyldu sinnar sætti hún sig að lokum við að hún væri miðaldra, gift og ætti börn.