fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Af hverju er flak Titanic ekki híft upp?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 16:30

Saga og örlög Titanic hafa lengi heillað fólk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl 1912 sigldi farþegaskipið Titanic á borgarísjaka og sökk í kjölfarið. Það hefur síðan legið á 3.700 metra dýpi í Atlantshafinu. Kafað hefur verið niður að flakinu og munum bjargað upp á yfirborðið. En væri hægt að hífa skipið upp á yfirborðið?

Þessari spurningu var reynt að svara á vef Videnskab sem leitaði svara hjá Jørgen Dencker, sem starfar daglega við gömul skip og báta, bæði ofan- og neðansjávar.

Hann sagði að það sé hægt að koma Titanic upp á yfirborðið, það sé hvorki auðvelt né ódýrt en það sé hægt. Það þýðir samt ekki að það eigi að gera það, sagði hann.

Hann sagði margar ástæður fyrir að ekki eigi að hífa Titanic upp á yfirborðið. Í fyrsta lagi sé það almenn stefna að bjarga eins litlu og hægt sé og frekar varðveita gömul skipsflök á sjávarbotni. Allt snúist þetta um peninga.

Hann sagði að einnig þurfi að velta fyrir sér af hverju eigi að hífa skip upp af sjávarbotni. Ef um tryggingamál sé að ræða sé hægt að nota kafbáta til afla álíka margra upplýsinga og hægt er á landi. Af þeim sökum sé þetta ekki ástæða til að hífa Titanic upp.

Í öðru lagi sé ekki bara dýrt að koma skipsflökum upp á yfirborðið. Það kostar síðan mikið að halda þeim við þannig að þau detti ekki bara í sundur þegar upp á land er komið.

Í þriðja lagi er síðan að Titanic er að hans sögn best komið þar sem það er í dag. Það að hífa skipið upp muni væntanlega valda meira tjóni á skipinu en gott þyki. Það er úr stáli og málmum sem brotna hratt niður í sjó. Ef því verði lyft upp af hafsbotni muni það væntanlega enda með að menn standi uppi með 46.000 tonn af ónothæfu brotajárni frekar en fallegt skip sem væri hægt að breyta í safn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn