fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þess vegna vakna margir rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa líklega lent í því að vakna dauðþreyttir og að hafa vonast til að enn væru margir klukkutímar þar til vekjaraklukkan ætti að hringja. En oft er það svo, þegar þetta gerist, að aðeins eru nokkrar mínútur í að klukkan hringi.

Margir hafa eflaust furðað sig á af hverju þetta gerist? Af hverju maður vaknar rétt áður en klukkan hringir.

Eftir því sem segir í umfjöllun LADbible um þetta þá er góð vísindaleg skýring á þessu. Hana er að finna í taugum sem nefnast nucleus suprachiasmaticus (SCN) en þær eru í undirstúkunni í fremsta hluta miðheilans.

Að sögn Videnskab þá eru þessar taugar aðallífræðilega „úrið“ hjá spendýrum og við mennirnir tilheyrum einmitt þeim hópi.

SCN stýrir blóðþrýstingi, líkamshita og hvernig við upplifum tímann. Þessar taugar stýra því í raun hvenær maður finnur fyrir þreytu og hvenær manni finnst maður vera ferskur. Þetta er því sökudólgurinn þegar þér finnst þú of þreytt/ur til að vakna á morgnana.

SNC reynir að vekja þig þegar þú átt að vera orðin frísk/ur en ástæðan fyrir að maður vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir er að þrátt fyrir að maður sé kannski ekki mjög frískur þá reyna þessar taugar að halda þeirri rútínu sem maður er í.

Af þessum sökum mun fólk, sem fer venjulega í háttinn á sama tíma og á fætur á sama tíma dag hvern, oftar vakna rétt áður en vekjaraklukkan hringir en þeir sem fara í háttinn á óreglulegum tímum og á fætur á mismunandi tímum frá degi til dags.

Ástæðan er að þegar líkaminn er í fastri rútínu getur hann sjálfur stillt svefnprótínið PER rétt en það gerir að verkum að okkur finnst við vera þreytt á réttum tíma á kvöldin og frísk á réttum tíma á morgnana.

Lykillinn að góðum nætursvefni og að geta vaknað án vekjaraklukku, en alltaf á sama tíma, er sem sagt að fara nær alltaf í háttinn á sama tíma og á fætur á nokkurn veginn sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn