Konan skýrir frá þessu á vefnum Mamamia og segir að meðal þeirra merkja sem fólk eigi að vera á varðbergi gagnvart séu að makinn skilji símann sinn aldrei við sig og fari skyndilega að klæða sig betur en áður.
Konan réði sér einkaspæjara til að staðfesta grun sinn og tókst honum að finna sönnun þess að hann væri að halda framhjá. Áður hafði maðurinn, sem á börn með konunni, margoft neitað að hann væri að halda framhjá.
Konan segir að hún hafi „þolað“ hegðun eiginmannsins og hafi trúað þeim mörgu afsökunum sem hann kom með en innst inni hafi hún vitað að eitthvað væri að.
Hann byrjar að fara oft í líkamsrækt.
Hann endurnýja nærfötin sín.
Hann tekur útlit sitt algjörlega í gegn.
Símavenjur breytast, til dæmis fer hann að nota WhatsApp í gríð og erg og síminn er eins og límdur við hönd hans. Hann heldur lykilorði símans leyndu og slekkur á möguleikanum til að sjá hvað var síðast skoðað á Internetinu.
Hann hættir skyndilega að hrjóta.
Hann dregur úr þátttöku sinni í viðburðum með vinum þínum, fer að forðast sameiginlega vini ykkar og „vinnustaðatengdum viðburðum“ fjölgar.
Svarar ekki í símann þegar hann er ekki heima.
Kemur heim angandi af ilmvatni.
Vill ekki snerta þig, vill ekki láta þig snerta sig né stunda kynlíf með þér.
Sýnir lífi þínu enga áhuga lengur og deilir engu um sitt líf með þér.
Stefnumót eru ákveðin með skömmum fyrirvara og engar langtímaáætlanir eru gerðar.
Flest símtöl ykkar eru að degi til.
Samskipti ykkar að kvöldi til eru í formi textaskilaboða og svörin berast oft seint.
Þú hefur líklega aldrei komið heim til hans/hennar né hitti vini eða fjölskyldu.
Þið farið ekki á staði nærri heimili hans/hennar.
Hann/hún greiðir líklegast oftast með reiðufé.
Hann/hún fer í vörn ef þú spyrð of mikið.