fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Óhugnanlegar niðurstöður – Gleypir 44 kíló af örplasti á dag

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 21:00

Steypireyður í Kyrrahafi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steypireyðar finna svo sannarlega fyrir hinum mikla magni plasts sem er að finna í heimshöfunum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá innbyrðir hver steypireyður að meðtalali 43,6 kíló af örplasti á dag, eða tíu milljónir stykkja.

Örplast er út um allt, bæði á landi og í sjónum. Það hefur fundist í dýrum sem og í lungum og blóði fólks sem og í brjóstamjólk.

Í nýju rannsókninni, sem hefur verið birt í tímaritinu Nature Communications, reiknuðu vísindamenn út hversu mikið magn af örplasti endar í maga steypireyða. Videnskab skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamennirnir hafi gert þrjú mismunandi reiknilíkön út frá stærð og fjölda þeirra munnfylli sem hver hvalur tekur á dag og hversu mikið síast frá.

Líklegasta sviðsmyndin, út frá þessum útreikningum, er að hver hvalur innbyrði allt að 10 milljónir örplaststykkja á dag.

Það vekur sérstaka athygli að 99% af því örplasti, sem hvalirnir innbyrða, er í fæðu þeirra. Þetta snertir okkur mannfólkið því við borðum einnig sum af þeim dýrum sem hvalirnir éta, til dæmis ansjósur og sardínur.

Næsta skref er að rannsaka hversu miklum skaða hvalir verða fyrir af örplastinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt