fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Óhugnanlegar niðurstöður – Gleypir 44 kíló af örplasti á dag

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 21:00

Steypireyður í Kyrrahafi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steypireyðar finna svo sannarlega fyrir hinum mikla magni plasts sem er að finna í heimshöfunum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá innbyrðir hver steypireyður að meðtalali 43,6 kíló af örplasti á dag, eða tíu milljónir stykkja.

Örplast er út um allt, bæði á landi og í sjónum. Það hefur fundist í dýrum sem og í lungum og blóði fólks sem og í brjóstamjólk.

Í nýju rannsókninni, sem hefur verið birt í tímaritinu Nature Communications, reiknuðu vísindamenn út hversu mikið magn af örplasti endar í maga steypireyða. Videnskab skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamennirnir hafi gert þrjú mismunandi reiknilíkön út frá stærð og fjölda þeirra munnfylli sem hver hvalur tekur á dag og hversu mikið síast frá.

Líklegasta sviðsmyndin, út frá þessum útreikningum, er að hver hvalur innbyrði allt að 10 milljónir örplaststykkja á dag.

Það vekur sérstaka athygli að 99% af því örplasti, sem hvalirnir innbyrða, er í fæðu þeirra. Þetta snertir okkur mannfólkið því við borðum einnig sum af þeim dýrum sem hvalirnir éta, til dæmis ansjósur og sardínur.

Næsta skref er að rannsaka hversu miklum skaða hvalir verða fyrir af örplastinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“