fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Dapurleg niðurstaða – Mikil fjölgun dauðsfalla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 20:00

Það er betra að fara varlega í áfengisneyslu. MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan á heimsfaraldur kórónuveirunnar var í hámarki fjölgaði dauðsföllum af völdum áfengisneyslu mjög mikið í Bandaríkjunum.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá var sorglegt met í þessum efnum sett 2020. Þá fjölgaði dauðsföllum, sem tengjast áfengisneyslu beint, um 26%. Samtals létust um 52.000 Bandaríkjamenn af völdum áfengisneyslu það árið en 2019 voru andlátin 39.000.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í nýrri skýrslu frá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni CDC.

Haft er eftir Marissa Esser, sem stýrir áfengisvarnardeild CDC, að oft sé litið fram hjá dauðsföllum af völdum áfengisneyslu. „Áfengi er oft vanmetið sem lýðheilsuvandamál,“ sagði hún.

Áfengisneysla veldur meðal annars skorpulifur, áfengiseitrun og fráhvarfseinkennum.

Það eru rúmlega tvöfalt meiri líkur á að karlar látist af völdum áfengisneyslu en konur. Flestir þeirra sem létust af völdum áfengisneyslu á árinu 2020 voru á aldrinum 55 til 64 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í