fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bein tengsl á milli serótónínskorts og þunglyndis

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn segjast hafa fundið fyrstu beinun sönnun þess að fólk, sem glímir við þunglyndi, sé með minni getu til að losa um serótónín í heilanum.

Þessi niðurstaða, sem byggist á rannsóknum á heilamyndum, kveikir nýtt líf í umræðu um svokallaða serótónínkenningu um þunglyndi og gengur gegn niðurstöðu rannsóknar, sem var birt í júlí á þessu ári, um að „engar beinar sannanir“ séu fyrir að þunglyndi tengist litlu magni serótóníns.

The Guardian segir að í nýju rannsókninni, sem var stýrt af vísindamönnum við Imperial College London, komi fram að þunglynt fólk sé með skerta serótónínsvörun.

Oliver Howes, prófessor og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta sé fyrsta beina sönnunin fyrir að losun serótóníns í heila fólks sé minni hjá fólki sem glímir við þunglyndi.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Biological Psychiatry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn