fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Allt að 20% ótímabærra dauðsfalla tengjast neyslu ofurunninna matvæla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 18:00

Unninn matur er ekki hollur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að 20% ótímabærra dauðsfalla tengjast beint neyslu ofurunnina matvæla. Undir þetta falla til dæmis pítsur, kökur og pylsur. Matvæli af þessu tagi eru oft stútfull af sykri, salti og fitu. Það eykur hættuna á offitu, hjartasjúkdómum og öðrum krónískum sjúkdómum.

Daily Mail segir að brasilískir vísindamenn hafi árið 2019 sagt að ætla mætti að um 57.000 Brasilíumenn, á aldrinum 30 til 69 ára, hafi látist af völdum neyslu ofurunninna matvæla. Þetta eru tæplega 22% dauðsfalla af orsökum sem hægt er að koma í veg fyrir í þessum aldurshópi og um 10% allra ótímabærra dauðsfalla í landinu.

Fram kemur að sérfræðingar segi að í hátekjulöndum á borð við Bandaríkin, Kanada og Bretland, þar sem neysla skyndibitafæðis er meiri, megi reikna með að þessar tölur séu enn hærri.

Dr Eduardo Nilson, næringarfræðingur við Sao Paulo háskólann og aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að neysla á ofurunnunum matvælum tengist mörgum sjúkdómum, til dæmis offitu, hjartasjúkdómum, sykursýki, krabbamein og fleiri sjúkdómum. Þessi matvæli tengist fjölda ótímabærra dauðsfalla í Brasilíu, dauðsföllum sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.

Hann sagði að eftir því sem hann og samstarfsfólk hans best viti þá hafi engin fyrri rannsókn lagt mat á hugsanleg áhrif ofurunninna matvæla á ótímabær dauðsföll.

Ofurunnin matvæli innihalda yfirleitt meira af gerviefnum en náttúruleg efni og eru gerð úr efnum sem eru unnin úr matvælum, til dæmis fitu, sterkju, viðbættum sykri og hertri fitu.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu American Journal of Preventive Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún