fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Pressan

Grunaðir um að hafa myrt kennarann sinn vegna lélegra einkunna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 22:00

Goodale og Miller. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willard Miller og Jeremy Everett Goodale eru nú í haldi lögreglunnar í Iowa, grunaðir um að hafa myrt Nohema Graber, 66 ára, spænskukennara vegna þess að þeir fengu lélegar einkunnir hjá henni.

Graber var myrt þann 2. nóvember 2021 að sögn New York Post. Eru Miller og Graber sögð hafa hist hist í skólanum, sem er í Fairfield, til að ræða einkunnir Miller sama dag og Graber var myrt.

Síðar þennan dag ók Graber að garði þar sem hún var vön að fá sér gönguferð að vinnu lokinni. Daginn eftir fannst lík hennar falið í garðinum.

Í dómsskjölum kemur fram að svo virðist sem lélegar einkunnir þeirra félaga hafi verið tilefni morðsins. Telur lögreglan að þeir hafi barið Graber til bana með hafnaboltakylfu.

Miller neitaði í upphafi að vita nokkuð um málið en viðurkenndi síðar að hafa vitað hvar gerðist en hafi ekki tekið þátt sjálfur. Hann sagði að „hópur grímuklæddra ungmenna“ hafi drepið Graber og neytt hann til flytja líkið á brott.

En framburður vitna er á annan veg. Þau segja að tveir ungir menn hafi ekið í bíl Graber frá garðinum, tæpri klukkustund eftir að hún kom þangað. Bílnum var síðan lagt við enda fáfarins sveitavegs. Vitni sáu síðan tvo unglingspilta koma gangandi eftir götunni og tók ökumaður einn þá upp í.

En það var þörfin fyrir að monta sig sem kom upp um félagana því Goodale montaði sig af morðinu við vin sinn í samtali á Snapchat. Þar nefndi hann bæði sjálfan sig og Miller sem morðingjana.

Piltarnir eru 17 ára og verður réttað yfir þeim sem fullorðnum mönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ber gervigreindin ábyrgð á undarlegum tollum Trump? – Beinast meðal annars gegn bandaríska hernum, mörgæsum og ísbjörnum

Ber gervigreindin ábyrgð á undarlegum tollum Trump? – Beinast meðal annars gegn bandaríska hernum, mörgæsum og ísbjörnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar handteknir eftir að hafa kvartað undan skóla dóttur sinnar

Foreldrar handteknir eftir að hafa kvartað undan skóla dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu