Til að halda upp á vinninginn keypti hún sér fleiri skafmiða og vann þá 300.000 dollara til viðbótar eða sem svarar til 43,5 milljóna íslenskra króna.
Hún keypti tvo miða á bensínstöð um miðjan október og á öðrum þeirra var 100.000 dollara vinningur eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá ríkislottóinu í Delaware.
Konan leysti vinninginn út þann 20. október í höfuðstöðvum lottósins í Dover, sem er höfuðborg Delaware.
Á leiðinni heim fagnaði hún vinningnum með því að kaupa sér þrjá skafmiða til viðbótar í verslun einni. Á einum þeirra var 300.000 dollara vinningur. The Guardian skýrir frá þessu.
Vinkona hennar var með í för og trúðu þær ekki eigin augum þegar þær sáu að hún hefði fengið annan risavinning.
Þær óku strax aftur í höfuðstöðvar lottósins og sóttu vinninginn.
Samkvæmt því sem talsmenn ríkislottósins í Delaware segja þá eru líkurnar á að vinna 100.000 dollara 1 á móti 120.000. Líkurnar á að vinna 300.000 dollara eru 1 á móti 150.000