fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ákafir böðlar – Hengdu mann sem var dáinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranskir böðlar voru svo ákafir í að hengja mann, sem hafði verið dæmdur til dauða, að þeir hengdu hann þrátt fyrir að hann væri dáinn þegar komið var með hann að gálganum.

Norsku mannréttindasamtökin Iran Human Rights skýra frá þessu að sögn VG. Segja samtökin að maðurinn hafi veitt mótspyrnu þegar fangaverðir sóttu hann í klefa hans til að færa hann til aftöku. Þegar hann áttaði sig á að hans hinsta stund var runnin upp veitti hann þeim mótspyrnu.

Til átaka kom og fékk hann meðal annars högg á hnakkann sem varð honum að bana. Samt sem áður ákváðu fangaverðirnir að hengja hann til að leyna því að hann hefði verið drepinn í fangaklefanum.

Maðurinn lætur þrjú börn eftir sig en þau fengu ekki að heimsækja hann síðustu árin.

Írönsk yfirvöld hafa ekki staðfest þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár