Það segir Theresa Keane sem starfar við matvælaöryggismál. Hún segist ráðleggja fólki að geyma mjólkina ekki í hurðinni og segir að það sé hægt að skipuleggja geymslu matvæla í ísskápnum betur til að auka endingartíma þeirra.
Hún segir að ákveðin svæði í ísskápnum séu venjulega kaldari en hurðin og geti þannig aukið endingartíma mjólkur og annarra drykkjarvara.
Hún segir að í stað þess að geyma mjólkina „þar sem við höfum alltaf geymt hana“ eigi að geyma hana í hillunum. „Þetta á sérstaklega við ef ísskápurinn þinn er ekki nægilega kaldur,“ sagði hún í samtali við Metro.co.uk og bætti við: „Fylgstu alltaf með hversu köld mjólkin er þegar þú drekkur hana eða snertir. Mjólkurfernan á að vera of köld til að hægt sé að halda á henni. Keyptu því bara það magn af mjólk sem þú veist að þú munt nota fljótlega. Keyptu lítið í einu og oft.“
Hún sagði einnig að hvað varðar geymslu matvæla eigi að forðast að blanda hráum mat og tilbúnum mat saman. Það eigi að geyma hrá matvæli eins og fisk og kjöt í neðstu hillunni. Þannig sé komið í veg fyrir að þessi matvæli snerti tilbúin matvæli og að blóð leki niður.
Hrátt grænmeti og annan lausan mat á að geyma í lokuðu íláti á hillunni fyrir ofan hráu matvælin. Lokaða ílátið gerir að verkum að maturinn geymist lengur.
Hún ráðleggur fólki einnig að forðast að yfirfylla ísskápinn því það geri loftflæðið um hann verra.