fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þetta er sjaldgæfasti blóðflokkur heims – Aðeins 43 eru í honum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 13:30

Blóðflokkurinn skiptir máli. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert í AB-blóðflokknum hefurðu örugglega oft heyrt talað um hversu sjaldgæfur hann er. En það kemur þér kannski á óvart að það er til blóðflokkur sem er enn sjaldgæfari. Hann er svo sjaldgæfur að aðeins 43 jarðarbúar eru í honum og aðeins 9 þeirra gefa blóð.

Jerusalem Post skýrir frá þessu og segir að blóðflokkurinn, sem er þekktur sem Rhnull (eða Rhesus núll) sé oft nefndur „gullna blóðið“ vegna þess hversu sjaldgæfur hann er og hversu mikils virði hann er.

Til að skilja af hverju hann er svo sjaldgæfur og verðmætur, verður þú að vita smávegis um blóðflokka.

Það eru fjórar aðaltegundir blóðflokka. A-flokkur er elstur. Hann var til áður en mannkynið varð til.

B-flokkur varð til fyrir um 3,5 milljónum ára við erfðafræðilega stökkbreytingu.

Fyrir 2,5 milljónum árum varð O-flokkur til.

Síðan varð annar blóðflokkur til, AB.

Það einkennir þessa blóðflokka, aðra en O, að það er mótefnisvaki á frumuhimnunni sem vekja ónæmisviðbrögð ef þeir komast í snertingu við umhverfi sem hentar þeim ekki.

A- og B-blóðflokkarnir eru með mótefnisvaka. A er með mótefnisvaka A, B er með mótefnisvaka B og AB er með báða þessa mótefnisvaka. O er með hvorugan.

Þess utan eru rauðar blóðfrumur flokkaðar eftir því hvort prótín, sem kallast Rhesus, er til staðar. Ef það er til staðar þá fær blóðflokkurinn + merki en ef ekki fær hann – merki.

Fyrsta tilfelli „gullins blóðs“ var staðfest 1961. Það var kona, sem fæddist í Ástralíu, sem reyndist vera með það. Síðan þá hafa nokkrir tugir fólks, sem eru í þessum blóðflokki, fundist.

Vísindamenn telja að 1 af hverjum 6 milljónum jarðarbúa sé í þessum blóðflokki. Enginn veit það þó fyrir víst og eins og áður sagði þá er aðeins vitað um 43 manneskjur sem eru í þessum blóðflokki.

Þessi blóðflokkur hefur þann stóra kost að allir sem eru í sjaldgæfum blóðflokkum í Rh-kerfinu geta fengið þetta blóð því það er ekki með mótefnisvaka sem geta virkjað ónæmiskerfi blóðþega. Þessi blóðtegund hentar því mjög vel þegar kemur að blóðgjöf.

Hún hefur einnig verið notuð við læknisrannsóknir og lyfjaþróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum