fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Fundu „plánetu morðingja“ í glampa sólarinnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 20:30

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað stóran loftstein sem er falinn í glampa sólarinnar. Hann er talinn vera 1,5 km á breidd en svo stórir loftsteinar eru kallaðir „plánetu morðingjar“ vegna þess hversu miklu tjóni þeir geta valdið ef þeir lenda í árekstri við plánetu.

Sky News segir að loftsteinninn, sem er kallaður 2022 AP7, sé einn af nokkrum loftsteinum sem eru á braut nærri jörðinni og Venusi og hafa fundist að undanförnu. Hann er svo stór að hann er talinn vera meðal 5% af stærstu loftsteinunum sem jörðinni getur stafað ógn af.

Braut hans liggur yfir braut jarðarinnar en vísindamenn segja að það sé engin ástæða til að óttast, að sinni. Þeir segja að nokkur þúsund ár séu þangað til hugsanlegt sé að loftsteinninn lendi í árekstri við jörðina.

Loftsteinninn fannst með aðstoð Cerro Tololo stjörnuskoðunarstöðvarinnar í Chile. Skýrt er frá rannsókninni í vísindaritinu Astronomical Journal.

Scott S Sheppar, hjá Earth and Planets Laboratory hjá Carnegie Institution for Science, sagði að það sem af er hafi tveir loftsteinar, sem eru nærri jörðinni, sem eru um 1 km í þvermál fundist. Þeir kallist „plánetu morðingjar“. Hann sagði að braut hins loftsteinsins sé algjörlega innan brautar jarðarinnar og því muni hann ekki trufla okkur neitt.

Það er erfitt að finna loftsteina í innri hluta sólkerfisins vegna þeirrar miklu birtu sem stafar frá sólinni. Það eru aðeins tveir 10 mínútna gluggar á hverri nóttu sem er hægt að rannsaka himinhvolfið í innri hluta sólkerfisins.

Sheppard sagði að hingað til hafi aðeins 25 loftsteinar, sem eru á braut algjörlega innan brautar jarðarinnar, fundist vegna þess hversu erfitt er að leita að loftsteinum í glampa sólarinnar.

Hann sagði að líklega séu bara nokkrir loftsteinar, sem eru nærri jörðinni, af þessari stærð sem á enn eftir að finna. Líklega sé braut þeirra að mestu innan brauta jarðarinnar og Venusar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Í gær

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni