Olivia Hedlund, næringarþerapisti, segir að það geti verið mjög slæmt fyrir heilsuna að drekka kaffi á fastandi maga. Hún segir að koffín geti valdið miklum vanda fyrir meltingarveginn og heilsuna.
Daily Mail skýrir frá þessu og segir að Hedlund segir að kaffi sé sýra og því erfitt fyrir tóman maga að taka við því. Það veldur því einnig að líkaminn verður stressaður og það truflar hormónastarfsemina.
Hún leggur til að fólk fái sér frekar egg, hráar mjólkurvörur, ber eða soðna ávexti á borð við epli eða perur áður en kaffi sé innbyrt.
Hún segir að ef fólk drekki kaffi á tóman maga þá sé það að trufla hormónastarfsemina.