ABC News skýrir frá þessu og segir að FBI hafi skýrt frá þessu á Twitter og beðið alla um að vera á varðbergi. Segir FBI að frekari upplýsingar verði birtar um leið og það sé hægt.
Ekki kemur fram hvernig ógn er um að ræða en heimildarmenn innan lögreglunnar sögðu ABC News að ekki væri um sprengjuhótanir að ræða.
Heimildarmaður innan lögreglunnar sagði CNN að andgyðingleg umræða á spjallrás, sem öfgamenn nota mikið, hafi orðið til þess að FBI sendi viðvörunina frá sér.
Phil Murphy, ríkisstjóri í New Jersey, segist fylgjast náið með málinu og að í samvinnu við lögregluna sé unnið að því að vernda kirkjur, bænahús gyðinga og aðra samkomustaði trúarhópa.
Samkvæmt því sem samtökin Anti-Defamation League, sem vinna að réttindamálum gyðinga, segja þá fjölgaði tilfellum þar sem veist er að gyðingum á einn eða annan hátt mikið frá 2015 til 2021 og hafi tilfellin verið orðin þrisvar sinnum fleiri 2021 en þau voru 2015.
Mannskæðasta árásin á gyðinga í Bandaríkjunum var gerð í Pittsburg 2018. Þá voru 11 manns myrtir í bænahúsi.