Hún skýrði frá þessu í samtali við Mirror. Higgins sagði að vegna gleymda túrtappans hafi hún fengið TSS (toksisk shock syndrome) en það er lífshættuleg bakteríusýking.
Higgins, sem er 31 árs, segist hafa verið sannfærð um að hún myndi ekki lifa þetta af. „Ég er ekki læknir og veit ekki mikið um þetta en ég veit að þú átt ekki að hafa túrtappa inni í þér lengur . . . ég held að það séu níu tímar. Ég var með túrtappa inni í mér í þrjá mánuði,“ sagði hún.
Hún sagði að þegar læknar fundu hann hafi hann setið fastur í leghálsinum og hún hafi verið svo veik að hún hafi ekki vitað hvað var í gangi.
Læknum tókst að fjarlægja túrtappann. Higgins sagðist hafa þurft að yfirgefa sjúkrastofuna, vel ringluð, fljótlega eftir að þeir náðu túrtappanum út því lyktin hafi verið svo hræðileg.
Hún hefur náð sér að fullu og segist sannfærð um að hún muni aldrei aftur gleyma túrtappa inni í sér.