fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Fyrir 48 árum fann unglingsstúlka lík – Nú er loksins búið að bera kennsl á það

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 22:00

Ruth Marie Terry. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí 1974 fannst lík af konu á milli kletta á Race Point Beach í Provincetown í Massachusetts í Bandaríkjunum. Það var 13 ára stúlka, sem var úti að ganga með hundinn sinn, sem fann líkið.

Það var ekki fyrr en nýlega sem alríkislögreglunni FBI tókst að bera kennsl á líkið en hendurnar vantaði á það þegar það fannst. Konunni hafði verið misþyrmt kynferðislega með tréhlut og reynt hafði verið að hálshöggva hana. Krufning leiddi í ljós að hún hafði látist af völdum höfuðáverka sem hún hlaut þegar hún var lamin í höfuðið. Síðan var lík hennar flutt á staðinn þar sem það fannst.

Ruth Marie Terry var myrt árið 1974. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

Eftir því sem segir í umfjöllun Dagbladet þá var líkið grafið margoft upp síðustu 48 árin til að rannsaka það enn frekar en það var ekki fyrr en nýlega sem þetta skilaði árangri.

Á fréttamannafundi sagði fulltrúi FBI að með því að notast við erfðarannsóknir og ættfræðirannsóknir hefði tekist að bera kennsl á konuna. Hún hét Ruth Marie Terry og var 37 ára þegar hún var myrt.

Morðinginn hefur ekki fundist og sagði saksóknari að yfirvöld telji að hann sé látinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni