En til að þetta geti orðið að veruleika þarf ESB að samþykkja þetta.
Samkvæmt þeim hugmyndum sem unnið er út frá er að Þjóðverjar, 18 ára og eldri, megi rækta þrjár kannabisplöntur hver og kaupa 20-30 grömm í einu í viðurkenndum verslunum.
Meðal þeirra röksemda sem stjórnarflokkarnir setja fram til að styðja þessa breytingu er að ekki eigi að láta réttarvörslukerfið eyða svo miklum fjármunum í að berjast gegn einhverju sem ekki ætti að berjast gegn.
Græningjar segja einnig að hægt sé að líkja kannabisneyslu við að reykja sígarettur og drekka áfengi.
Útreikningar sérfræðinga við Heinrich-Heine háskólann í Düsseldorf sýna að lögleiðing kannabis geti skilað ríkissjóði 1,8 milljörðum evra í sérstakan kannabisskatt á ári. Við þetta bætast síðan 735 milljónir evra í fyrirtækjaskatt og virðisaukaskatt.
Að auki sýna útreikningarnir að lögleiðingin muni skapa 27.000 ný störf og þar með muni á níunda hundrað milljónir evra sparast í útgjöld til atvinnulausra.
En þar með er sparnaðurinn ekki upptalinn því lögreglan og dómstólarnir munu spara 1,3 milljarða evra árlega á því að þurfa ekki að eltast við fólk sem notar kannabis og sölumenn þess.