fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Þjóðverjar hyggjast lögleiða kannabis frá 2024

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 19:00

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt stjórnarsáttmála þýsku ríkisstjórnarinnar frá því á síðasta ári þá hyggst hún lögleiða sölu og neyslu á kannabis. Verður einstaklingum heimilt að rækta kannabis og kaupa í viðurkenndum verslunum.

En til að þetta geti orðið að veruleika þarf ESB að samþykkja þetta.

Samkvæmt þeim hugmyndum sem unnið er út frá er að Þjóðverjar, 18 ára og eldri, megi rækta þrjár kannabisplöntur hver og kaupa 20-30 grömm í einu í viðurkenndum verslunum.

Meðal þeirra röksemda sem stjórnarflokkarnir setja fram til að styðja þessa breytingu er að ekki eigi að láta réttarvörslukerfið eyða svo miklum fjármunum í að berjast gegn einhverju sem ekki ætti að berjast gegn.

Græningjar segja einnig að hægt sé að líkja kannabisneyslu við að reykja sígarettur og drekka áfengi.

Útreikningar sérfræðinga við Heinrich-Heine háskólann í Düsseldorf sýna að lögleiðing kannabis geti skilað ríkissjóði 1,8 milljörðum evra í sérstakan kannabisskatt á ári. Við þetta bætast síðan 735 milljónir evra í fyrirtækjaskatt og virðisaukaskatt.

Að auki sýna útreikningarnir að lögleiðingin muni skapa 27.000 ný störf og þar með muni á níunda hundrað milljónir evra sparast í útgjöld til atvinnulausra.

En þar með er sparnaðurinn ekki upptalinn því lögreglan og dómstólarnir munu spara 1,3 milljarða evra árlega á því að þurfa ekki að eltast við fólk sem notar kannabis og sölumenn þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga