Markmiðið er að komast að hvað olli því að dánartíðni nýbura í september 2021 og mars 2022 var mun hærri en eðlilegt getur talist. Búið er að útiloka að kórónuveiran hafi átt hlut að máli.
Scottish Daily Express segir að 18 börn, hið minnsta, yngri en fjögurra vikna hafi látist í mars 2022 og hafi dánartíðnin verið 4,6 á hverjar 1.000 fæðingar. Í september 2021 lést 21 barn og var dánartíðnin þá 4,9 á hverjar 1.000 fæðingar.
Dánartíðni nýbura er mismunandi á milli mánaða en meðaldánartíðnin er rétt rúmlega tvö andlát á hver 1.000 fædd börn. Dánartíðni nýbura er miðuð við andlát innan 28 daga frá fæðingu.