Berlingske skýrir frá þessu. Fram kemur að leiðbeiningarnar hafi verið sendar til borgarstarfsmanna. Þetta er liður í því að viðurkenna borgarana eins og þeir eru að sögn blaðsins.
Borgin segir að það geti bæði verið fordómafullt og yfirlætislegt að gefa í skyn að ákveðið kyn sé venjan.
Starfsfólk á meðal annars að íhuga hvaða persónufornafn fólk kýs. Með því átt hann, hún eða þér. „Ef þú ert í vafa, skaltu heldur spyrja einu sinni of oft en einu sinni of sjaldan,“ segir meðal annars í leiðbeiningunum.
Einnig kemur fram að borgarstarfsfólk á ekki að ganga að því sem vísu að fjölskylda samanstandi af móður og föður. Á starfsfólk að vera meðvitað um að nota orðin „meðforeldri“ og „förunautur“.