Þetta segja vísindamenn sem bjuggu til stafrænt reiknilíkan af öldrun. Þeir segja að aðalskilaboð þeirra séu að líkami og sál tengist.
The Guardian skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Fedor Galkin, meðhöfundi rannsóknarinnar.
Í grein í tímaritinu Aging-US skýra vísindamennirnir frá því hvernig þeir bjuggu til „öldrunarklukku“. Hún var byggð á upplýsingum um 4.846 fullorðna einstaklinga.
Vísindamennirnir báru lífaldur fólksins, sem reiknilíkanið spáði, saman við raunverulegan aldur þess. Að meðaltali var tæplega 5,7 ára aldursmunur á spánni og hinum raunverulega aldri. Var þetta bil bæði fyrir ofan og neðan hinn raunverulega aldur.
Í ljós kom að þeir sem höfðu fengið heilablóðfall, lifrarsjúkdóm og lungnasjúkdóm voru að meðaltali 4,45 árum eldri samkvæmt reiknilíkaninu en þeir voru í raun.
Í ljós kom að þeir sem voru óhamingjusamir, einmana eða niðurdregnir voru að meðaltali 1,65 árum eldri samkvæmt útreikningi reiknilíkansins en þeir voru í raun.